Datek Ísland ehf er innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Í verkstæði okkar setjum við upp og þjónustum þann búnað og tæki sem við seljum og virkjum eftir óskum viðskiptavina okkar. Einnig sinnum við allri viðgerðarþjónustu á tækjunum og skyldum búnaði og góð þjónusta og þjónustulund er aðalsmerki okkar.
Fjarstýring getur borgað sig á skömmum tíma, vegna betri vörumeðferðar, færri tjóna og óhappa, betri nýtingar starfsmanna þar sem færri starfsmanna er þörf í flestum tilfellum. Þráðlaus fjarstýring eykur án efa nýtingu starfsmanns sem annars er bundinn í stjórnklefa kranans. Stjórnandi kranans getur sjálfur húkkað í eða úr kranakróknum. Þannig sparast gjarnan einn aðstoðarmaður. Mun sjaldnar er þörf á sérstökum manni til að segja kranastjórnanda til (lúgumanni). Öryggi og nákvæmni við vinnuna eykst þar sem stjórnandinn getur ávallt staðsett sig þar sem yfirsýn er best hverju sinni. Öryggi má auka enn frekar með hnapp sem halda þarf inni til að gera aðgerðir með fjarstýringu mögulegar.
DATEK fjarstýring fyrir bílkrana. Sá krani eða spil drifið af sérstakri vél eru fáanlegar fjarstýringar með innbyggðri olíugjöf og start/stopp. Hverju tæki fylgir hleðslutæki og tvær rafhlöður og endist hver hleðsla í um 20 klst miðað við stöðuga notkun en aðeins tekur klukkustund að hlaða. Stjórntæki fyrir krana með on/off stjórnun og 1 til 2 hraða í hverja átt, smellpassa í brjóstvasa á vinnugallanum. Rofarnir eru með tvöfaldri gúmmíhlóf og gullhúðuðum snertum. Öll þjónusta, bilanaleit og birgðahald varahluta er með einfaldasta móti.
DATEK býður fullkoma og vandaða fjarstýringr fyrir krana sem framleidd er í dag. Stýringin er ýmist með stiglausum hreyfingum eða hraðastjórnun í þrepum, möguleiki er í all mörgum on/off aðgerðum að auki. DATEK hefur sérhæft sig í smíði fjarstýringa fyrir hvers kyns vökva- og rafdrifinn búnað s.s. spil. iðnaðarkrana (hlaupaketti), byggingakrana og bílkrana frá árinu 1979. Hægt er að tengja búnaðinn við nær alla krana og spil án þess að skipta um upprunalegann stjórnbúnað kranans hvort sem um er að ræða vökvastjórnkistu eða segulrofa. DATEK hefur þróað kerfi sem er mjög vel varið gegn utanaðkomandi truflunum og geta ótal stýringar unnið í sama vinnusal. Einnig getur einn stjórnandi tekið að sér stjórn allt að þriggja krana ef lyfta þarf mjög þungu eða fyrirferðarmiklu hlassi. Til marks um nákvæmni og öryggi stýringarinnar má nefna að þetta er eina stýringin sem sænska kjarnorkumála eftirlitið hefur samþykkt til nota í kjarnorkuverum í Svíþjóð.
Um borð í fiskiskipi getur einn stjórnandi með eina stýringu ýmist stjórnað t.d. dekkkrana, kraftblökk eða spili. Einnig getur sami stjórnandi kveikt og slökkt á vökvadælum, sjódælum, færiböndum og vinnuljósum eftir þörfum hverju sinni.
Datek bíður einnig þráðlausan stjórnbúnað fyrir rafdrifnar hurðir og hlið á vinnustað. Búnaðurinn er ætlaður í lyftara eða aðrar vinnuvélar sem eru stöðugt á ferð um vinnusvæði. Í hverja vél er settur sendir sem stjórnandinn notar til að opna og loka þeim hurðum/hliðum sem þarf hverju sinni. Hægt er að stjórna allt að 144 hurðum/hliðum úr hverri vinnuvél. Mögulegt er að takmarka aðgang, þannig að sumar vinnuvélarnar hafi aðeins aðgang að hluta hurðanna/hliðanna á vinnusvæðinu. Einnig er hægt að fá handhæga senda sem starfsmenn geta haft í vasa. Þessir sendar geta einnig stjórnað allt að 144 hurðum/hliðum. Datek Ísland ehf getur einnig boðið mjög hagkvæmar, ódýrar og einfaldar fjarstýringar, allt frá einni hreifingu til átta sem hentað geta fyrir ýmislegt t.d. lyftur í sendibílum, ljós o.fl.
Fylgihlutir fyrir krana Datek Ísland ehf
flytur inn ýmsa fylgihluti fyrir krana og hýfingarbúnað, hér má sjá nokkur sýnishorn.
Spil
Vökvamælir
Karfa
Plötukló
Brettagripkló
Grabbi
Grjókló
Greina & sorpkló
Staurakló
Rótar & Rótarkrókur
Grip & rörakló
Slöngukefli
DATEK Ísland ehf Útvegar skóflur, hraðtengi, gaffla og fleira fyrir flestar gerðir af gröfum og verðið er sanngjarnt.
Sænska fyrirtækið SONERUDS AB á heiðurinn af hugvitsamlegri og einstakri hönnun hraðtengja. Tengja má tengið og vökvalagnir samtímis og því óþarft að stíga út fyrir til að losa eða tengja búnaðinn. Tímasparnaðurinn gerir það að verkum að meiri líkur eru á að réttu áhöldin verði fyrir valinu við hvert verk og því minni líkur á að böðlast sé á tönnunum á skóflunni því það er mun hægari vandi að skipta um búnað sem hentar hverju sinni. Það tekur einfaldlega mun skemmri tíma. Auk tímasparnaðar má nefna betri vinnubrögð og meðferð tækja bætist til muna.
Hraðtengi fæst fyrir 6 til 32 tonna gröfur. Einn helsti kostur þeirra er hve lítinn brotkraft þau taka frá vélinni því tengið er lágbyggt. Tengistykkin fást með margvíslegum búnaði og auðvelt er að skipta á milli skóflu, fleygs eða annars búnaðar án þess að þurfa að fara úr vélinni. Sérstök hlíf lokar fyrir vökvatengi þegar venjuleg skófla er í notkun og því litlar líkur á að óhreinindi fari þar inn.
Tenginu er krækt...
og vökvaleiðslur tengjast á sama tíma.
Einstreymis vökvatengi.
Hjólasköflu- og traktorsgröfutengi eru fáanleg fyrir 6 til 16 tonna vélar. Rétt eins og gröfutengin taka þau lágmarks brotkraft frá vélinni. óhreinindahlóf er fyrir vökvatengin og setja má nánast hvaða aukabúnað sem er á króktengið.
Krækja og lyfta.
Læsir bæði tengingu og vökvaleiðslum.
Fullkomin tenging.
Lyftarahraðtengi fæst fyrir 1 til 8,5 tonna lyftara og er mögulegt að vera með allt að 6 vökvatengi á hraðtenginu. það er því auðvelt að tengja lyftarann við nokkuð fjölvirkan búnað. Hér gildir það sama og um önnur tengi að hugmyndaflugið ræður vali aukatækja.
Einn...
Tveir...
Lyfta.
Datek Ísland ehf er með umboð fyrir PIAB sem sérhæfir sig á hvers kyns vigtun og úsláttarbúnaði fyrir krana. Fyrirtækið er líka umboðsaðili RDS sem framleiðir vigtunarbúnað, teljara og stjórnunarbúnað fyrir landbúnað, iðnað og vöruflutninga. Ef vigta á þunga hluti getum við útvegað rétta búnaðinn. ýmsar útfærslur af vigtunarbúnaði sem vinna samhliða hýfingum er sérgrein PIAB og má þar nefna kranaútslátt, tæknibúnað sem tekur völdin ef kranastjórinn ætlar að reyna við of mikla þyngd. Búnaðurinn er orðinn skylda á ýmsum hýfingartækjum. Sérstakar vigtar, ætlaðar þessu hlutverki, hafa verið hannaðar af PIAB og er í flestum tilvikum auðvelt að setja við krana sem hafa með vír, eins og til dæmis brúkrana. Landsvirkjun valdi LKV útsláttarbúnað frá PIAB á nokkra af sýnum brúkrönum og er búnaðurinn í senn einfaldur og auðveldur í uppsetningu.
PIAB framleiðir einnig búnað til að mæla strekkingu víra og vigtar sem og flokkunar- og skráningarbúnað fyrir sorpbíla í samstarfi við Liros.
Fyrirtækið RDS framleiðir margar gerðir vigtunar- og teljarabúnaðar og eru vigtar á gröfur og lyftara þar á meðal. Einnig má nefna stjórnbúnað fyrir salt- og áburðardreifara, öxulvigt fyrir smærri flutningabíla, hraðamælitæki og teljara í heyrúllupökkunarvélar, svo eitthvað sé nefnt.
Það sem hér er á ferðinni kallast nú kannski ekki allt vegavinnutæki en flest þeirra tækja sem þið sjáið hér eru í einhverjum eða öllum tilfellum tengd vegum og vegagerð. Við getum boðið aukabúnað í vinnu- og dráttarvélar. Myndirnar hér að neðan eru nokkur dæmi þar um.
Frá Morselli & Maccaferri bjóðum við uppá vandaða salt og sanddreifara, allt frá pýnulitlum handdreifurum upp í 3000 lítra dreifara fyrir vörubíla. Þeir framleiða einnig margar gerðir af snjótönnum og fjölplógum. Einnig eru í boði nokkrar útfærslur af vélsópum fyrir vinnuvélar, þar með talinn götusópari sem dreginn er af dráttarvél, eða litlum vörubíl (flokkabíl), og getur hentað mjög víða t.d. við götusópun í smærri bæjarfélögum. myndirnar hér að neðan sýna nokkur dæmi.
Danska fyrirtækið Dan Thermo hefur sérhæft sig í framleiðslu á skilrúmum, yfirbreiðslum, tjöldum og búnaði til einangrunar.
Skilrúm í flutningakassa nýtist til dæmis þegar frosnar vörur eru fluttar með þurrum vörum (og skipta þarf rýminu í kæli og þurrrými). Skilrúmið má einnig nota í gáma og er einfalt í notkun.
Brettayfirbreiðslur eru fáanlegar í ýmsum stærðum og útfærslum. Einföld og ódýr lausn þegar frystivörur eru fluttar með öðrum varningi og þegar geyma á frystivöru í skemmri tíma. Vara sem er við -18°C þegar yfirbreiðslan er sett yfir, getur haldist frosin í meira en 48 stundir í 25°C hita. Dan Thermo framleiðir sérstakar yfirbreiðslur fyrir byggingariðnað og nýtast þar til dæmis þegar verja á steypu fyrir sólarljósi eða frosti. Yfirbreiðslurnar eru sniðnar að þörfum kaupenda. Yfirbreiðslur yfir malbik eru einnig fáanlegar og koma að gagni þegar heitt malbik er flutt á milli staða. Góð einangrun lágmarkar hitatap. Yfirbreiðslurnar eru sterkar en jafnframt léttar og á hagstæðu verði. Fáanlegar eru ýmiss konar hentugar yfirbreiðslur fyrir verslanir, til dæmis til að breiða yfir opna vörukæla og frystihólf utan afgreiðslutíma. Með þessu móti má bæði spara orku og auka öryggi. Vilji svo til að kælir bili heldur yfirbreiðslan vörunum köldum í lengri tíma. Tjöld úr sterku einangrunarefni fást saumuð í ýmsum stærðum og gerðum. Notkunarmöguleikarnir eru óþrjótandi en sem dæmi má nefna tjöld fyrir bráðabirðavörugeymslur, vetrarskýli fyrir bílinn, töskur undir heitan mat, hitaeinangrun í barnavagninn, púði undir mann sjálfan eða einfaldlega töskur til að halda gosinu köldu í starfsmannaútilegunni. Allt er mögulegt og það sem ekki er til má auðveldlega búa til. Hjá Dan Thermo er sérsaumað eftir málum og teikningum. Lausnirnar geta verið ódýrari en þig grunar.
Hér er komið að vöruflokkum sem vekja ættu áhuga þeirra sem stunda útgerð, landbúnað eða rekstur hvers kyns vinnuvéla. Fyrirferðalítil vökvadrifin hárþstidæla sem dregur að sér úr þriggja metra hæð og getur dælt sjá auk þess að vera vökvadrifin rafstöð (3,5 til 70kW) er eitt af þeim undratækjum sem finnska fyrirtækið Dynaset hefur sett á markað. Nýstárlegar tæknilausnir fyrir vökvakerfi koma margar hverjar úr smiðju þess fyrirtækis.
Vökvadrifnar vatnsdælur eru fáanlegar með dæluafköst allt frá 30 til 300 lítra á mínútu með vatnsþrystingi á bilinu 90 til 1200 bör. Hægt er að fá dælur sem henta vel til þrifa, til dæmis um borð í bátum og skipum, í landbúnaði og við hvers kyns þrif þar sem notanar eru vélar með vökvaúttökum. Ekkert snýst í dælunum og því er skaðlaust að dælurnar gangi í biðstöðu. Einnig má vatnslosa dæluna, til dæmis til að forða frostskemmdum, með því að láta dælurnar ganga sig þurrar. Allir hlutar dælunnar eru úr efnum sem þola saltvatn (sjó) án þess að skola þurfi á eftir. Dælurnar geta dregið að sér úr þriggja metra hæð, eru afkastamiklar og taka lítið pláss. Margvíslegur aukabúnaður er fáanlegur við dælurnar:
Spíss eða endi á slöngu sem dregur upp í sig sand til sandblásturs.
Stíflulosunarspíssa.
Brunaslöngur og útbúnað fyrir slökkvilið.
Götuþvottatæki fyrir vinnuvélar, pallbíla og vörubíla.
Fáanlegir eru vökvadrifnir rafalar frá 3,5 til 70 kW, 230 til 400 volt. þeir eru áreiðanlegir með sjálfvirkum spennustilli og einkar fyrirferðarlitlir. Henta vel þar sem þörf er á raforku en langt í næsta tengil. Við rafalana má fá magnara fyrir segul til hífinga, til dæmis til í brotajárni. Frá Dynaset fást vökvadrifnir rafsuðutransarar sem að eins vega 17 kg en eru frá 200 til 250 amper.
Fyrirferðalitlar og hentugar vökvadrifnar loftpressur eru fáanlegar með 400 til 800 bara þrýstigetu og ná allt að 12 bara loftþrýsingi. Henta til dæmis á borvagna og um borð í skipum.
Til að unnt sé að nota tæki sem almennt nota ekki vökvaúttök, til dæmis fjórhjól og minni pallbílar (Toyota Hilux, Benz og Volkswagen) eru fáanleg aflúttök og dælur í þau frá Dynaset.